Fjórir leikmenn til City í sumar?

Kalidou Koulibaly er eftirsóttur af stærri liðum.
Kalidou Koulibaly er eftirsóttur af stærri liðum. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að Alþjóða íþróttadómstóllinn aflétti Evrópubanni félagsins í gær. Þá var 30 milljón evra sekt félagsins lækkuð niður í 10 milljónir evra en enski miðillinn Guardian greindi frá því í gær að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, fengi 150 milljónir punda til þess að versla leikmenn í sumar.

Sportsmail greinir frá því í dag að fjórir leikmenn séu sagðir á óskalista félagsins og eru þeir allir til sölu fyrir rétta upphæð. Lautaro Martínez, framherji Inter Mílanó, og David Alaba, varnarmaður Bayern München eru báðir ofarlega á óskalist Pep Guardiola. Þá er Ferran Torres einnig á óskalistanum sem og miðvörðurinn Kalidou Koulibaly.

Torres leikur með Valencia á Spáni en hann hefur verið orðaður við lið á borð við Manchester United og Real Madrid að undanförnu. Koulibaly hefur verið orðaður við öll stærstu félög Evrópu undanfarna mánuði en hann vill spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og því er City líklegur áfangastaður eftir fréttir gærdagsins.

mbl.is