Tímabilið búið hjá Frakkanum

Tanguy Ndombele í leik með Tottenham gegn Bournemouth í byrjun …
Tanguy Ndombele í leik með Tottenham gegn Bournemouth í byrjun mánaðarins. AFP

Tanguy Ndombele, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Tottenham, leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu en þetta staðfesti José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, í gær. Tottenham lagði Newcastle að velli á St. Jame's Park í Newcastle í gær, 3:1, en Ndombele var ekki í leikmannahóp liðsins.

Mourinho var spurður út í fjarveru Frakkans eftir leikinn en portúgalski stjórinn hefur verið duglegur að gagnrýna leikmanninn opinberlega í fjölmiðlum frá því hann tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham í nóvember á síðasta ári. „Ndombele mun ekki hjálpa okkur mikið í lokaleikjunum,“ sagði Mourinho.

„Hann er meiddur og missir því af lokaleikjum tímabilsins,“ bætti portúgsalski knattspyrnustjórinn við. Ndombele er einungis 23 ára gamall en hann gekk til liðs við Tottenham frá Lyon, síðasta sumar, fyrir 55 milljónir punda. Hann hefur ekki náð sér á strik á Englandi og hefur aðeins byrjað 12 leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

mbl.is