Bestu þjálfararnir valdir (myndskeið)

Tómas Þór Þórðarson, Freyr Alexandersson og Bjarni Þór Viðarsson völdu sína þjálfara ársins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í þætt­in­um Völl­ur­inn á Sím­inn Sport.

Jürgen Klopp var eðlilega oft nefndur enda tókst honum að stýra Liverpool til sigur í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í 30 ár en þeir félagar voru þó ekki allir sammála um hverjir væru í öðru og þriðja sæti í þjálfaravalinu. Þá voru þeir Tómas Þór og Freyr ekki par hrifnir af vali Bjarna Þórs en umræðurnar skemmtilegu má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is