Arsenal tapaði fyrir nýliðum (myndskeið)

Trézégu­et skoraði sig­ur­mark Ast­on Villa þegar liðið fékk Arsenal í heim­sókn í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í kvöld. Leikn­um lauk með 1:0-sigri Ast­on Villa en Trézégu­et skoraði sig­ur­mark leiks­ins á 27. mín­útu.

Ast­on Villa fer með sigr­in­um upp fyr­ir Wat­ford og úr fallsæti í sautjánda sæti deild­ar­inn­ar í 34 stig en Ast­on Villa er með betri marka­tölu en Wat­ford.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is