City flaug yfir hundraðið (myndskeið)

Manchester City vann enn einn stórsigurinn þegar liðið lauk tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að valta yfir botnlið Norwich, 5:0, þar sem Kevin De Bruyne kom mikið við sögu.

City skoraði þar með 102 mörk í deildinni og náði hundraðinu í annað sinn á þremur síðustu tímabilum. De Bruyne skoraði tvö mörk og lagði eitt upp og þeir Gabriel Jesus, Raheem Sterling og Riyad Mahrez gerðu sitt markið hver.

Mörkin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en leikurinn var sýndur beint hér á mbl.is.

mbl.is