Brentford getur enn komist upp

Thomas Frank knattspyrnustjóri Brentford.
Thomas Frank knattspyrnustjóri Brentford. AFP

Brentford sló í kvöld Swansea út í úrslitakeppninni um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næsta keppnistímabili. 

Brentford vann 3:1 á heimavelli sínum í vesturhluta London í kvöld en Swansea hafði unnið fyrir leikinn 1:0 í Wales. 

Brentford hefur ekki leikið í efstu deild í 73 ár og mun liðið mæta annað hvort Cardiff eða Fulham í hreinum úrslitaleik um sæti í úrvalsdeildinni og verður leikið á Wembley venju samkvæmt. 

Leikurinn í kvöld var sá síðasti á heimavelli Brentford, Griffin Park, sem þjónað hefur liðinu í 116 ár en á næsta tímabili flytur liðið sig á nýjan og glæsilegan leikvang, Brentford Community Stadium.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert