Hætta við kaup á Newcastle

Frá leik Newcastle og Liverpool á St James' Park.
Frá leik Newcastle og Liverpool á St James' Park. AFP

Ekkert verður af kaupum fjárfestingarhóps frá konungsríkinu Sádi-Arabíu á enska knattspyrnufélaginu Newcastle. Hafa viðræður staðið yfir síðustu mánuði. Guardian greinir frá því að Sádarnir hafi gefist upp á viðræðum við Mike Ashley, núverandi eiganda félagsins. 

Óvíst var hvort kaupin hefðu nokkurn tímann gengið í gegn þar sem forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar voru hikandi við að leyfa konungsríkinu Sádi-Arabíu að eigast hlut í félagi í deildinni, vegna mannréttindabrota þar í landi. 

Þá hefur sjónvarpsstöð á vegum ríkisins sýnt ólöglega frá leikjum í deildinni og bannað einu löglegu leiðina til að horfa á ensku úrvalsdeildina. 

Bandaríkjamaðurinn Henry Mauriss hefur lýst yfir áhuga á að kaupa félagið, en hann gæti þurft að reiða fram 350 milljónir punda til að eigast meirihluta í Newcastle United. 

mbl.is