Fyrirliðinn missti bikarinn (myndskeið)

Arsenal er enskur bikarmeistari.
Arsenal er enskur bikarmeistari. AFP

Arsenal varð í kvöld enskur bikarmeistari í fótbolta með 2:1-sigri á Chelsea í úrslitaleik á Wembley. 

Framherjinn og fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang reyndist hetja Arsenal en hann gerði bæði mörk liðsins. Skoraði hann það fyrra úr vítaspyrnu og það seinna með góðri afgreiðslu þegar hann slapp einn í gegn. 

Aubameyang tók við bikarnum fyrir hönd Arsenal í leikslok, en eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði missti fyrirliðinn bikarinn áður en hann fór á loft. Sjón er sögu ríkari. 

mbl.is