Coutinho færist nær Englandi

Philippe Coutinho
Philippe Coutinho AFP

Phil­ippe Cout­in­ho, sókn­ar­maður knatt­spyrnuliðs Barcelona á Spáni, færist nú nær félagsskiptum til Englands en spænski miðillinn Sport segir frá því að Brasilíumaðurinn sé í viðræðum við Arsenal.

Coutinho var á láni hjá Þýskalandsmeisturum Bayern München undanfarin tvö ár en er nú snúinn aftur til Spánar. Hann er þó ekki í framtíðarplönum Börsunga sem keyptu hann frá Liverpool 2018. Þá vill félagið fjármagna kaup á öðrum leikmönnum og er tilbúið að leyfa honum að fara fyrir 70 milljónir evra.

mbl.is