Fjórir tilnefndir sem stjóri tímabilsins

Jürgen Klopp er líklegur til að hreppa hnossið.
Jürgen Klopp er líklegur til að hreppa hnossið. AFP

Fjórir knattspyrnustjórar hafa verið tilnefndir sem stjóri tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en verðlaunaafhending fer fram næstkomandi fimmtudag. 

Hvorki Pep Guardiola hjá Manchester City né Ole Gunnar Solskjær hjá grönnunum í United eru á listanum, þrátt fyrir að liðin enduðu í öðru og þriðja sæti. 

Jürgen Klopp hjá Englandsmeisturum Liverpool er auðvitað tilnefndur, sem og Frank Lampard hjá Chelsea. Þá eru Brendan Rodgers hjá Leicester og Chris Wilder hjá Sheffield United sömuleiðis tilnefndir. 

Chelsea endaði fjórða sæti á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Frank Lampard, Leicester í fimmta og Sheffield United kom á óvart og endaði í níunda sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert