Brasilíumaðurinn kveður Chelsea

Willian er á förum frá Chelsea.
Willian er á förum frá Chelsea. AFP

Knatt­spyrnumaður­inn Willi­an er búinn að kveðja Chelsea í bréfi sem hann birti á samfélagsmiðlum í dag en hann hefur spilað með Lundúnaliðinu síðan 2013.

Hann verður samningslaus á næstu dögum og hefur ákveðið að róa á önnur mið en enskir fjölmiðlar hafa sagt frá því alla vikuna að Brasilíumaðurinn ætli að semja við Arsenal, sem er tilbúið að bjóða honum þriggja ára samning.

„Þetta voru sjö dásamleg ár, að koma hingað var besta ákvörðunin sem ég gat tekið,“ skrifar Willian á Instagram-síðu sinni. „Nú er kominn tími til að fara annað. Ég mun sakna liðsfélaga minna, allra starfsmanna félagsins og stuðningsmannanna. Hjartans þakkir til ykkar allra og Guð blessi ykkur.“ Willian skoraði 63 mörk í 339 leikj­um fyr­ir Chel­sea en sókn­ar­maður­inn er 32 ára gamall.

mbl.is