Liverpool að kaupa bakvörð

Konstantinos Tsimikas í leik Olympiacos gegn Wolves.
Konstantinos Tsimikas í leik Olympiacos gegn Wolves. AFP

Englandsmeistarar Liverpool eru nálægt því að ganga frá kaupum á gríska bakverðinum Kostas Tsimikas frá Olympiacos en Sky Sports segir frá þessu.

Tsimikas er 24 ára vinstri bakvörður og hefur verið mikilvægur Olympiacos sem varð grískur meistari á síðustu leiktíð og féll úr keppni í vikunni gegn Wolves í Evrópudeildinni. Liverpool er að kaupa leikmanninn á um 12 milljónir punda en meistararnir buðu í hann eftir að Norwich hafnaði tíu milljóna punda boði í Jamal Lewis.

Búist er við því að hann fljúgi til Englands á næstu dögum til að undirgangast læknisskoðun og semja um kaup og kjör en honum verður ætlað að berjast við Andy Robertson um stöðu vinstri bakvarðar hjá liðinu.

mbl.is