Manchester United getur orðið eitt af stóru liðunum

Manchester United.
Manchester United. AFP

Manchester United hefur fulla burði til að verða eitt af þremur bestu kvennaliðum Englands og jafnvel eitt af stóru liðunum í Evrópu samkvæmt knattspyrnustjóranum Casey Stoney sem stýrir kvennaliðinu.

Kvennalið United hafnaði í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en þetta var fyrsta tímabil félagsins í efstu deild eftir að það var stofnað fyrir tveimur árum. Chelsea, Manchester City og Arsenal hafa verið sterkustu lið ensku kvennadeildarinnar undanfarin ár og skipað efstu þrjú sætin á hverju tímabili síðan 2014. United kom sér upp úr B-deildinni á sínu fyrsta ári og var alls ekki langt undan stóru liðanna í frumraun sinni í efstu deild.

„Ég er metnaðarfull og leikmennirnir líka. Ég skil væntingarnar frá stuðningsmönnum, við erum Manchester United en þetta er líka bara þriðja árið okkar sem lið. Ég hef trú á því að við getum orðið eitt besta liðið í Evrópu, það er langtímamarkiðið,“ sagði Stoney við Sky Sports.

mbl.is