Greenwood fær ekki að æfa með Manchester United

Mason Greenwood í leik með Manchester United í Evrópudeildinni í …
Mason Greenwood í leik með Manchester United í Evrópudeildinni í ágústmánuði. AFP

Mason Greenwood fær ekki að æfa með liðsfélögum sínum í Manchester United í kjölfar þess að hann braut sóttvarnareglur á Íslandi um síðustu helgi ásamt liðsfélaga sínum í enska landsliðinu í knattspyrnu, Phil Foden.

Hann æfir einn og sér þessa dagana en hjá Manchester United er lögð áhersla á að ekki sé um refsingu að ræða. Greenwood verði að gangast undir allar þær reglur sem í gangi eru vegna kórónuveirunnar og megi því ekki umgangast aðra leikmenn eða starfsmenn félagsins fyrr en öruggt sé talið að hann sé ekki smitaður. Reiknað er með því að það verði í næstu viku, að sögn BBC.

mbl.is