Óskabyrjun Everton á erfiðum útivelli

Lucas Moura eltir Abdoulaye Doucoure í leiknum í dag.
Lucas Moura eltir Abdoulaye Doucoure í leiknum í dag. AFP

Everton fékk heldur betur óskabyrjun í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið vann 1:0-útisigur gegn Tottenham í Lundúnum í síðdegisleik dagsins í fyrstu umferðinni.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mátti sætta sig við að hefja tímabilið á varamannabekknum er nýju leikmennirnir James Rodriguez, Abdoulaye Doucouré og Allan voru allir í byrjunarliðinu. Þeir stóðu sig vel og gestirnir voru betra liðið lengst af í leiknum.

Brasilíumaðurinn Richarlison fékk fyrsta alvöru færi leiksins þegar hann lék á Hugi Lloris í marki Tottenham en skaut svo yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en heimamenn fengu líka sín tækifæri. Dele Alli átti ágætt skot eftir rúmlega hálftímaleik sem Jordan Pickford varði og Matt Doherty sömuleiðis hefði getað skorað en aftur varði Pickford af stuttu færi.

Gestirnir brutu svo ísinn eftir hlé, Dominic Calvert-Lewin skoraði á 55. mínútu með glæsilegu skallamarki eftir aukaspyrnu Lucas Digne. Þó lærisveinar José Mourinho hafi reynt að færa sig upp á skaftið tókst þeim illa að skapa sér afgerandi færi gegn skipulögðu liði Everton sem varðist vel.

Gylfi Þór kom inn sem varamaður fyrir André Gomes á 68. mínútu og átti þátt í að hjálpa liðinu að verja fenginn hlut.

Tottenham 0:1 Everton opna loka
90. mín. Tom Davies (Everton) kemur inn á
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert