Chelsea sótti þrjú stig til Brighton

Adam Lallana og Timo Werner eigast við í Brighton.
Adam Lallana og Timo Werner eigast við í Brighton. AFP

Þjóðverjarnir Timo Werner og Kai Havertz spiluðu sinn fyrsta leik fyrir Chelsea þegar liðið heimsótti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Falmer-völlinn í Brighton í kvöld.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Chelsea en Þjóðverjarnir komust vel frá sínu og Werner fiskaði meðal annars vítaspyrnuna sem kom Chelsea yfir í leiknum.

Jorginho kom Chelsea yfir á 23. mínútu úr vítaspyrnu en Leandro Trossard jafnaði metin Brighton á 54. mínútu.

Reece James kom Chelsea yfir tveimur mínum síðar og það var svo Kurt Zouma sem innsiglaði sigur Chelsea á 66. mínútu.

Chelsea fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar í 3 stig en Brighton er án stiga í sextánda sætinu.

Brighton 1:3 Chelsea opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is