Telja óvíst um framtíð Gylfa hjá Everton

Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton í sumar.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton í sumar. AFP

Óvissa er um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton og hann gæti mögulega verið seldur áður en félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað 5. október, ef marka má frétt Daily Mirror í dag.

Þar er fjallað um kaupin á miðjumönnunum þremur, James Rodriguez, Abdoulaye Doucouré og Allan. Allir þrír fóru beint í byrjunarliðið í sigurleiknum gegn Tottenham í úrvalsdeildinni um síðustu helgi en Gylfi var síðan fyrstur varamanna Everton til að vera skipt inn á.

Blaðið segir að Everton þurfi að endurheimta eitthvað af þessum fjármunum og líklegt sé að margir leikmenn verði látnir fara. Alex Iwobi og Moise Kean eru þar nefndir sem eftir á blaði en þeir voru keyptir fyrir ári fyrir samtals 62,5 milljónir punda. Þá séu Gylfi og Theo Walcott alls ekki öruggir um að þeir eigi framtíð fyrir sér á Goodison Park. Gylfi er enn sem komið er dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton en félagið greiddi Swansa 45 milljónir punda fyrir hann fyrir þremur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert