Erkifjendurnir í slag um sóknarmann?

Ismaila Sarr hughreystur af Mikel Arteta stjóra Arsenal eftir ósigur …
Ismaila Sarr hughreystur af Mikel Arteta stjóra Arsenal eftir ósigur Watford í leik liðanna í sumar. AFP

Manchester United og Liverpool eru bæði sögð hafa mikinn áhuga á að kaupa senegalska sóknarmanninn Ismaila Sarr af Watford.

Sarr er 22 ára gamall og myndi kosta 36-40 milljónir punda. Hann skoraði fimm mörk í 28 leikjum fyrir Watford á síðasta tímabili en þangað kom hann frá Rennes í Frakklandi á síðasta tímabili. Watford féll úr úrvalsdeildinni í sumar.

Enskir fjölmiðlar segja að Liverpool muni snúa sér að Sarr um leið og frágengið hafi verið með Thiago Alcantara sem er á leið til félagsins frá Bayern München. Manchester United er sagt vilja stækka sinn hóp en eini leikmaðurinn sem United hefur keypt í sumar er miðjumaðurinn Donny van de Beek.

mbl.is