Stjóri WBA fékk háa fjársekt

Slaven Bilic var afar ósáttur með dómarann Mike Dean í …
Slaven Bilic var afar ósáttur með dómarann Mike Dean í leik Everton og WBA á dögunum. AFP

Slaven Bilic, knattspyrnustjóri WBA í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, fékk að líta rauða spjaldið í leik Everton og WBA sem fram fór á Goodison Park í Liverpool, 19. september síðastliðinn.

Leiknum lauk með 5:2-sigri Everton en Bilic var afar ósáttur með Mike Dean, dómara leiksins, í hálfleik og lét hann heyra það duglega.

Dean fékk að lokum nóg og sýndi Bilic rauða spjaldið en króatíski stjórinn viðurkenndi brot sitt að leik loknum.

Hann hefur nú verið sektaður um 8.000 pund en það samsvarar 1,5 milljón íslenskra króna.

WBA hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið er án stiga eftir fyrsta tvo leiki sína með markatöluna 2:8.

mbl.is