Gylfi og félagar á toppnum

Abdoulaye Doucoure og James McCarthy bítast um boltann á Selhurst …
Abdoulaye Doucoure og James McCarthy bítast um boltann á Selhurst Park í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton skelltu sér í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með því að leggja Crystal Palace að velli, 2:1, á útivelli. Everton er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en nokkur lið geta jafnað við liðið að stigum.

Dominic Calvert-Lewin kom gestunum í forystu eftir tíu mínútna leik en Cheikhou Kouyaté jafnaði metin með laglegum skalla korteri síðar. Everton fékk svo vítaspyrnu á 40. mínútu sem Richarlison skoraði úr og þar við sat.

Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á 76. mínútu en Gylfi hefur komið við sögu af varamannabekknum í öllum þremur deildarleikjum Everton til þessa.

mbl.is