Jákvæðar fréttir úr herbúðum Liverpool

Sadio Mané er mættur aftur til æfinga.
Sadio Mané er mættur aftur til æfinga. AFP

Þeir Sadio Mané og Thiago Alcantara hafa jafnaði sig af kórónuveirunni og snúið aftur til æfinga hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Þá hefur Joel Matip, miðvörður félagsins, einnig jafnað sig á meiðslum og hafið æfingar að nýju en hann hefur ekkert komið við sögu með Liverpool á tímabilinu vegna meiðsla.

Liverpool heimsækir Everton í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn kemur en Everton er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eða 12 stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar á meðan Liverpool er með 9 stig í fimmta sætinu.

Naby Keita, miðjumaður Liverpool, greindist einnig með kórónuveiruna á dögunum, en hann hefur ekki ennþá jafnað sig á veirunni og er því áfram í einangrun.

mbl.is