Sýnt beint frá Stamford Bridge á mbl.is

Chelsea fær Southampton í heimsókn í dag.
Chelsea fær Southampton í heimsókn í dag. AFP

Chelsea og Southampton mætast í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í London klukkan 14 og hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á mbl.is.

Útsendingin hefst kl. 13.30 með upphitun fyrir leikinn og er á sérvefnum Enski boltinn.

Chelsea er með 7 stig í sjöunda sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir en Southampton er með 6 stig í ellefta sæti.

mbl.is