Mörkin: Dramatík í botnslagnum

Sheffield United og Ful­ham fengu sín fyrstu stig í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu þegar liðin mætt­ust á Bram­all Lane í Sheffield í dag. Urðu lokatölur 1:1 í dramatískum leik. 

Leikn­um lauk með 1:1-jafn­tefli en Al­eks­and­er Mitrovic brenndi af víta­spyrnu fyr­ir Ful­ham á 57. mín­útu.

Ade­mola Lookm­an kom Ful­ham yfir á 77. mín­útu áður en Billy Sharp jafnaði met­in fyr­ir Sheffield með marki úr víta­spyrnu á 85. mín­útu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is