Engin refsing fyrir brotið

Jordan Pickford brýtur á Virgil van Dijk í leiknum á …
Jordan Pickford brýtur á Virgil van Dijk í leiknum á Goodison Park á laugardaginn. AFP

Jordan Pickford, markvörður Everton, fær enga refsingu fyrir brotið á Virgil van Dijk, varnarmanni Liverpool, í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.

Sky Sports greinir frá þessu og fram kemur að þar sem myndbandsdómararnir skoðuðu atvikið og dæmdu rangstöðu á van Dijk verði ekkert gert frekar í málinu. Ekki sé hægt að taka það upp að nýju þar sem niðurstaða VAR hafi verið sú að ekki væri ástæða til að reka markvörðinn af velli.

Van Dijk er með skaddað krossband í hné, er á leið í uppskurð og gæti misst af öllu sem eftir er af yfirstandandi keppnistímabili.

mbl.is