Lögreglurannsókn á ummælum í garð Everton-manna

Michael Oliver með rauða spjaldið á lofti eftir að hann …
Michael Oliver með rauða spjaldið á lofti eftir að hann rak Richarlison af velli. AFP

Lögreglan á Merseyside, í Liverpool og nágrenni, staðfesti í dag að til rannsóknar væru ósæmileg ummæli í garð tveggja leikmanna Everton, Jordans Pickfords og Richarlisons, sem aðallega hefðu birst á samskiptamiðlinum Twitter.

Jordan Pickford braut illa á Virgil van Dijk, leikmanni Liverpool, í viðureign nágrannaliðanna á laugardaginn með þeim afleiðingum að Hollendingurinn missir líklega af öllu tímabilinu, og Richarlison fékk rauða spjaldið undir lokin eftir harkalega tæklingu á Thiago, miðjumanni Liverpool.

„Við erum sem stendur að rannsaka mörg ósæmileg tíst sem beinast að tveimur leikmönnum Everton. Ummælin sem þar hafa verið skrifuð eru algjörlega óásættanleg og við tökum málið mjög alvarlega. Þeir sem nota internetið til árása á aðra og gerast brotlegir við lög með hótunum og hatursorðræðu komast ekki undan armi laganna. Rannsóknarlögreglumenn eru að kanna hverjir þeir einstaklingar eru sem skrifuðu umrædd ummæli og þeir sem hafa brotið lög munu sæta refsingum,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert