Sakar Gylfa og félaga um að ganga of langt

Georginio Wijnaldum var ekki sáttur við framkomu leikmanna Everton.
Georginio Wijnaldum var ekki sáttur við framkomu leikmanna Everton. AFP

Hollendingurinn Georginio Wijnaldum hjá Liverpool er allt annað en sáttur við framgöngu leikmanna Everton er erkifjendurnir mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn var. 

Virgil van Dijk verður lengi frá vegna meiðsla eftir tæklingu markvarðarins Jordans Pickofords og þá fékk Richarlison rautt spjald fyrir ljóta tæklingu undir lok leiks. Wijnaldum sparaði ekki stóru orðin þegar hann var spurður út í leikinn á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Ajax í Meistaradeildinni í kvöld. 

„Þetta var algjör heimska hjá Pickford. Hann vildi kannski ekki meiða Virgil en honum virtist alveg sama hverjar afleiðingarnar væru þegar hann fór í tæklinguna. Að mínu mata ganga leikmenn Everton of langt. 

Þetta er grannaslagur og allir vilja vinna, en þetta var of mikið. Tæklingin hjá Richarlison var líka mjög slæm og þetta angraði okkur,“ sagði Wijnaldum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert