Segir Fabinho svarið í fjarveru van Dijks

Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk verður frá keppni næstu mánuðina eftir meiðsli sem hann varð fyrir í leik Liverpool og Everton í ensku úrvalsdeilinni í fótbolta síðastliðinn laugardag. 

Matt Holland sem lék á sínum tíma með  Bournemouth, Ipswich og Charlton segir miðjumanninn Fabinho eiga að koma í miðja vörnina, en Fabinho hefur spilað stöðuna áður með góðum árangri. 

Liverpool leikur gegn Sheffield United á heimavelli á laugardagskvöldið klukkan 19. 

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is