Íslandsförin var honum holl lexía

Mason Greenwood
Mason Greenwood AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að sóknarmaðurinn ungi Mason Greenwood hafi lært sína lexíu eftir að hann var rekinn heim úr landsliðshópi Englands í síðasta mánuði.

Greenwood lék sinn fyrsta lands­leik gegn Íslandi á Laug­ar­dals­velli í þjóðadeild­inni í sept­em­ber, en var í kjöl­farið rek­inn heim fyr­ir að bjóða kon­um upp á hót­el­her­bergi ásamt Phil Foden. Skömmu síðar var hann varaður við af yf­ir­mönn­um sín­um hjá Manchester United fyr­ir slæma hegðun. Solskjær hefur engu að síður komið sínum manni til varnar.

„Þetta var honum holl lexía,“ sagði Norðmaðurinn á blaðamannafundi í gær er hann var spurður um Íslandsför Greenwoods. „Þegar þú spilar fyrir Manchester United þá ertu í sviðsljósinu, hvort sem þú gerir góða hluti eða slæma.“

mbl.is