Liverpool hefur engan áhuga

Robert Lewandowski og Ozan Kabak eigast við í leik Bayern …
Robert Lewandowski og Ozan Kabak eigast við í leik Bayern München og Schalke á dögunum. AFP

Ozan Kabak, varnarmaður þýska knattspyrnufélagsins Schalke, hefur verið orðaður við Englandsmeistara Liverpool undanfarna daga.

Kabak, sem er tvítugur að árum, er miðvörður og hafa ensku götublöðin verið dugleg að orða hann sem staðgengil Virgil van Dijk sem mun að öllum líkindum missa af restinni af tímabilinu vegna hnémeiðsla.

Kabak á að baki fjóra landsleiki fyrir Tyrkland en hann gekk til liðs við Schalke frá Stuttgart sumarið 2019 fyrir 15 milljónir evra.

Liverpool Echo, staðarblaðið í Liverpool, greinir frá því í dag að Liverpool hafi engan áhuga á leikmanninum og hafi aldrei haft áhuga á honum.

Þá kemur fram í umfjöllun blaðsins um málið að forráðamenn félagsins skilji hvorki upp né niður í orðrómum þess efnis að Kabak sé á óskalista félagsins.

Fjöldi varnarmanna hefur verið orðaður við Liverpool að undanförnu eftir meiðsli van Dijk en það verður að teljast ólíklegt að Jürgen Klopp fari á leikmannamarkaðinn og kaupi nýjan miðvörð þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert