Óvíst hvort Jóhann spilar gegn Chelsea

Jóhann Berg Guðmundsson í leik Burnley og Tottenham á mánudaginn.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik Burnley og Tottenham á mánudaginn. AFP

Óvíst er hvort Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu geti leikið með Burnley á laugardaginn þegar lið hans tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Sean Dyche knattspyrnustjóri Burnley fór yfir stöðuna á sínum leikmannahópi á fréttamannafundi núna eftir hádegið og sagði þar m.a. að Jóhann ætti við smávægileg vandamál í kálfa að stríða.

Slík meiðsli eyðilögðu einmitt stóran hluta síðasta tímabils fyrir Jóhanni en hann hefur komið smám saman inn í lið Burnley í haust og verið í byrjunarliði í tveimur síðustu leikjum. Hann spilaði í 84 mínútur gegn Tottenham síðasta mánudag.

mbl.is