Úlfarnir upp að hlið Liverpool-liðanna

Daniel Podence í leiknum í kvöld en hann skoraði síðara …
Daniel Podence í leiknum í kvöld en hann skoraði síðara markið. AFP

Wolves er með 13 stig eins og efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Everton og Liverpool, eftir sigur í leik kvöldsins sem var jafnframt sá fyrsti í 7. umferð. 

Wolves vann Crystal Palace í kvöld á heimavelli 2:0. Grunurinn að sigrinum var lagður snemma leiks þegar Rayan Ait Nouri og Daniel Podence skoruðu fyrir fyrir Úlfana á 18. og 27. mínútu. 

Undir lok leiksins fékk Luka Milivojevic leikmaður Crystal Palace að sjá rauða spjaldið og er á leið í leikbann. 

Crystal Palace er í 9. sæti með 10 stig eins og Leeds og Southampton. 

Leikmenn í byrjunarliði minnast Nobby Stiles sem lést í dag …
Leikmenn í byrjunarliði minnast Nobby Stiles sem lést í dag fyrir leikinn í kvöld. AFP
mbl.is