Bakvörður hetja City gegn Sheffield United

Kyle Walker fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum.
Kyle Walker fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Kyle Walker reyndist hetja Manchester City þegar liðið heimsótti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Bramall Lane í Sheffield í dag.

Leiknum lauk með 1:0-sigri City en Walker skoraði sigurmark leiksins á 28. mínútu.

Raheem Sterling sendi þá boltann út fyrir teiginn, Walker lagði hann fyrir sig, og þrumaði honum af 25 metra færi í bláhornið fjær.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og City fagnaði þægilegum sigri en liðið er upp í sjöunda sæti deildarinnar í 11 stig með sigrinum.

Sheffield United er áfram í nítjánda sæti eða næst neðsta sætinu með 1 stig eftir fyrstu sjö leiki sína.

Sheffield United 0:1 Man. City opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert