Draumurinn rættist

Nathaniel Phillips í leiknum í kvöld.
Nathaniel Phillips í leiknum í kvöld. AFP

Nathaniel Phillips þreytti frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er hann spilaði allan sigurleik Liverpool gegn West Ham á Anfield í kvöld. Meistararnir lentu snemma undir en sneru taflinu við og komu sér á topp deildarinnar með 2:1-sigri.

„Mig hefur dreymt um þetta frá barnsaldri, þetta er frábært,“ sagði kátur Phillips við BBC eftir leikinn en þessi 23 ára hafsent hafði áður aðeins komið við sögu í einum bikarleik hjá Liverpool. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2016 og var á láni hjá Stuttgart í Þýskalandi á síðustu leiktíð.

„Um tíma virtist ég á förum frá félaginu, mörg félög höfðu áhuga og ég þarf að byrja ferilinn minn af alvöru núna. Það varð svo ekkert úr því og ég er ánægður núna með að hafa ekki farið!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert