Vongóðir í Liverpool

Jordan Henderson og Trent Alexander-Arnold.
Jordan Henderson og Trent Alexander-Arnold. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er vongóður um að fyrirliðinn Jordan Henderson og bakvörðurinn Andrew Robertson verði heilir heilsu og geti spilað gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Mikil meiðslavandræði hafa verið á Liverpool undanfarið en þeir Virgil van Dijk og Joe Gomez meiddust báðir alvarlega í vetur, Trent Alexander-Arnold meiddist með enska landsliðinu á dögunum og þá er Mohamed Salah með kórónuveiruna.

Sportsmole segir hins vegar frá því að þeir Henderson og Robertson eru á batavegi og gætu því tekið þátt um helgina. Þrátt fyr­ir þessi miklu meiðslavand­ræði hef­ur Li­verpool farið vel af stað á tíma­bil­inu og er í þriðja sæti úr­vals­deild­ar­inn­ar með 17 stig, einu stigi minna en topplið Leicester.

mbl.is