Jóhann og félagar á Etihad í beinni á mbl.is

Manchester City hefur ekki byrjað tímabilið eins illa og nú …
Manchester City hefur ekki byrjað tímabilið eins illa og nú um árabil. AFP

Manchester City og Burnley mætast í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Etihad-leikvanginum í Manchester klukkan 15 og hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á mbl.is.

Útsendingin hefst kl. 14.30 með upphitun fyrir leikinn og er á sérvefnum Enski boltinn.

Bæði liðin hafa byrjað tímabilið illa. Manchester City er aðeins í 14. sæti deildarinnar með 12 stig eftir átta leiki og Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley eru í 17. sætinu með 5 stig eftir átta leiki.

mbl.is