United að selja leikmann til Þýskalands

Timothy Fosu-Mensah er á leið til Bayer Leverkusen.
Timothy Fosu-Mensah er á leið til Bayer Leverkusen. Ljósmynd/@AjaxNewsZone

Timothy Fosu-Mesah, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er að ganga til liðs við Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Manchester Evening News greinir frá þessu.

Fosu-Mensah er 23 ára gamall en núverandi samningur hans í United rennur út næsta sumar og hefur hann ekki viljað skrifa undir nýjan við enska félagið.

Manchester Evening News greinir frá því að kaupverðið sé í kringum 1,5 milljónir punda en Fosu-Mensah er hollenskur miðvörður sem kom til United frá Ajax árið 2014.

Hann hefur ekki átt fast sæti í liði United frá því hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2016 en alls á hann að baki 30 leiki fyrir United í öllum keppnum.

Þá á Fosu-Mensah að baki þrjá landsleiki fyrir Holland.

mbl.is