Keane hetja Everton í Wolverhampton

Michael Keane fagnar sigurmarki sínu ásamt liðsfélögum sínum.
Michael Keane fagnar sigurmarki sínu ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Michael Keane skoraði sigurmark Everton þegar liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Everton en Keane skoraði sigurmark leiksins á 77. mínútu eftir laglegan undirbúning André Gomes.

Alex Iwobi kom Everton yfir á 6. mínútu en Rúben Neves jafnaði metin fyrir Wolves, átta mínútum síðar.

Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton í kvöld og lék fyrstu 75 mínútur leiksins áður en honum var skipt af velli fyrir Richarlison.

Everton fer með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar og er með 32 stig, fjórum stigum minna en topplið Manchester United.

Wolves er hins vegar í fjórtánda sæti deildarinnar með 22 stig eftir átján spilaða leiki.

mbl.is