Sjálfselska Salah eitt af vandamálum Liverpool

Það er rúmur mánuður síðan Mohamed Salah skoraði síðast fyrir …
Það er rúmur mánuður síðan Mohamed Salah skoraði síðast fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. AFP

Michael Owen, fyrrverandi leikmaður Liverpool, telur að sjálfselska Mohamed Salah sé farin að hafa áhrif á sóknarleik liðsins.

Owen, sem starfar í dag sem sparkspekingur hjá BT Sport, hefur ekki hrifist af spilamennsku Salah á leiktíðinni en Englandsmeistarar Liverpool eru sem stendur í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar með 34 stig.

Liverpool er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum og þá hefur liðið ekki skorað í síðustu þremur deildarleikjum sínum.

„Það er mikið um sjálfselsku í liði Liverpool þessa dagana,“ sagði Owen í samtali við ensku úrvalsdeildina.

„Mo Salah er ekki að gefa boltann frá sér enn og aftur. Hann hefur aldrei verið mikið fyrir að senda boltann en þetta er eitthvað allt annað.

Í síðustu leikjum Liverpool hef ég fylgst mikið með honum og ég átta mig stundum ekki á því hvað hann er að hugsa,“ bætti Owen við.

mbl.is