Fór næstum til Liverpool í janúar

Duje Caleta-Car sækir að Kylian Mbappé í leik Marseille og …
Duje Caleta-Car sækir að Kylian Mbappé í leik Marseille og PSG í frönsku deildinni. AFP

Króa­tíski knatt­spyrnumaður­inn Duje Caleta-Car segir að hann hafi næstum því gengið til liðs við Englandsmeistara Liverpool áður en félagsskiptaglugganum í janúar var lokað.

Caleta-Car var kominn út á flugvöll í Marseille í Frakklandi þar sem hann spilar og tilbúinn að stíga um borð í flugvél á leið til Liverpool þegar franska félagið hætti við að selja varnarmanninn á síðustu stundu.

„Það var ánægjulegt að Liverpool bauð í mig, þetta er eitt stærsta félag í heimi en við ákváðum að lokum að ég myndi verða um kyrrt hjá Marseille,“ sagði Caleta-Car á blaðamannafundi í dag.

Liverpool fékk að lokum tvo aðra miðverði, hinn tyrkneski Ozan Kabak kom í láni frá Schalke og Ben Davies var keyptur frá B-deildarliði Preston.

mbl.is