Vill halda Úrúgvæanum

Edinson Cavani í leik með Manchester United.
Edinson Cavani í leik með Manchester United. AFP

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United staðfesti á blaðamannafundi í dag að hann ætli að ræða við framherjann Edinson Cavani um framlengingu á samningi Úrúgvæans. 

Cavani var ekki með United gegn Real Socieded á Evrópudeildinni í gærkvöldi vegna meiðsla en norski stjórinn vill halda framherjanum reynslumikla í Manchester, en Cavani hefur skorað sjö mörk í 24 leikjum á tímabilinu. 

Cavani er 34 ára og samningsbundinn út tímabilið. „Edinson hefur gert vel fyrir okkur og ég er mjög ánægður með  hann. Við spjöllum við hann un nýjan samning fljótlega og við viljum að sjálfsögðu halda honum,“ sagði Solskjær.

mbl.is