Þú ert blár eða rauður (myndskeið)

Liverpool og Everton mætast í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 17:30 á Anfield. Leon Osman lék með Everton í 16 ár og þekkir það því býsna vel að spila í slagnum um bítlaborgina. 

Í meðfylgjandi myndskeiði fer Osman yfir uppáhalds Liverpool-slaginn sinn, erfiðustu mótherjana og hvernig það er að taka þátt í einum frægasta grannaslag Evrópu. 

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is