Tíu WBA-menn héldu út í klukkutíma

Nick Pope lék vel í marki Burnley.
Nick Pope lék vel í marki Burnley. AFP

Burnley og WBA skildu jöfn, 0:0, á Turf Moor í Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Semi Ajayi hjá WBA fékk beint rautt spjald á 30. mínútu fyrir að stöðva hættulega sókn hjá Burnley, en þrátt fyrir það tókst heimamönnum ekki að skora. 

Tíu leikmenn WBA léku vel og fengu hættulegri færi þrátt fyrir liðsmuninn en Nick Pope lék vel í marki Burnley. 

Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Burnley er í 15. sæti með 28 stig og West Brom í 19. sæti með 14 stig. 

mbl.is