Cavani klár í slaginn en ekki Pogba

Paul Pogba og Edinson Cavani hafa glímt við meiðsli undanfarið.
Paul Pogba og Edinson Cavani hafa glímt við meiðsli undanfarið. AFP

Útlit er fyrir að úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani verði á ný í leikmannahópi Manchester United þegar liðið sækir Crystal Palace heim í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Cavani hefur misst af síðustu fjórum leikjum United, tveimur í Evrópudeildinni og tveimur í úrvalsdeildinni, eftir að hann meiddist í leik gegn WBA 14. febrúar.

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri staðfesti í dag að Cavani væri orðinn heill heilsu og yrði að óbreyttu í hópnum annað kvöld. Paul Pogba væri hins vegar ekki byrjaður að æfa með liðinu á ný eftir meiðsli og yrði ekki með. Pogba meiddist í leik gegn Everton 6. febrúar.

mbl.is