Campbell kramdi hjörtu þegar hann skipti yfir (myndskeið)

Sol Campbell fór rakleitt í svörtu bókina hjá stuðningsmönnum Tottenham Hotspur þegar hann skipti yfir til erkifjendanna í Arsenal á frjálsri sölu árið 2001.

Félagaskiptin reyndust hins vegar mikið heillaspor fyrir Campbell sjálfan því hann vann ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili með Arsenal og svo aftur tveimur árum síðar þegar hann var hluti af „hinum ósigrandi“, Arsenal-liðinu sem fór taplaust í gegnum 2003/2004 leiktíðina.

Í árdaga ensku úrvalsdeildarinnar hafði Tottenham undirtökin í Norður-Lundúnaslagnum og tókst Arsenal ekki að vinna slaginn á sínum eigin heimavelli, Highbury, í fyrstu fjórum tilraunum. Það breyttist hins vegar þegar Arsene Wenger tók við liðinu.

Í spilaranum hér að ofan er farið yfir sögu Norður-Lundúnaslagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Liðin mætast á morgun kl. 16.30 og verður leikurinn, sem fer fram á Emirates-velli Arsenal, sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport. Upphitun hefst klukkan 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert