Mörkin: Lingard óstöðvandi í fimm marka leik

Jesse Lingard hefur nýtt tækifærið sem David Moyes hefur gefið honum hjá West Ham til hins ýtrasta en hann er að láni hjá liðinu frá Manchester United. 

Leikmenn Wolves réðu ekkert við Lingard er West Ham vann 3:2-sigur á Úlfunum á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Lingard skoraði eitt mark, lagði upp annað og átti stóran þátt í enn einu markinu. 

Tilþrifin hjá Lingard og mörkin hjá Wolves má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is