Mörkin: Óstöðvandi Lingard

West Ham end­ur­heimti fjórða sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu með 3:2-sigri á Leicester í fjörugum leik. Heimamenn komust í þriggja marka forystu en voru að lokum heppnir að vinna. Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.

Jesse Lingard heldur áfram að gera vel í liði West Ham en hann skoraði fyrstu tvö mörk liðsins áður en Jarrod Bowen bætti einu við. Kelechi Iheanacho skoraði svo tvö mörk fyrir Leicester sem kom með áhlaup undir lok leiksins.

mbl.is