„Gæti ekki verið meira sama um hvað hann segir“

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur.
José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hefur tjáð sig stuttlega um ummæli Pauls Pogba í hans garð á dögunum.

„Ég vil bara segja að mér gæti ekki verið meira sama um hvað hann segir. Ég hef ekki nokkurn áhuga á því,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í gær.

Mour­in­ho var rek­inn frá United haustið 2019 og andaði köldu milli þeirra Pogba og Mour­in­hos þegar stjóratíð Portúgalans var að líða undir lok.

„Sam­band mitt við Ole [Gunn­ar Solskjær] er allt öðru­vísi. Solskjær myndi aldrei fara í stríð við eig­in leik­menn. Hann set­ur menn kannski á bekk­inn en hann gef­ur mönn­um tæki­færi til þess að bæta sig.

Hann úti­lok­ar eng­an og það er stærsti mun­ur­inn á Ole og Mour­in­ho. Ég átti mjög gott sam­band við Mour­in­ho og það sáu það all­ir en svo allt í einu breytt­ist það. Ég veit ekki hvað gerðist en þetta var allt sam­an mjög skrítið,“ sagði Pogba í sam­tali við Sky Sports í vikunni.

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert