Grípum til allra nauðsynlegra aðgerða

AFP

Enska úrvalsdeildin er tilbúin til að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir að fyrirætlanir um evrópska ofurdeild verði að veruleika.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá deildinni sem gefin var út eftir fund með þeim fjórtán félögum deildarinnar sem ekki eiga aðild að ofurdeildinni.

Þar segir að félögin fjórtán hafi öll sem einn maður hafnað hugmyndum um ofurdeildina af miklum krafti og einurð.

„Úrvalsdeildin er að skoða allar mögulegar leiðir til að stöðva framgang hennar, sem og að fá þá aðila sem eiga hlut í þessu til að virða okkar reglur.  

Deildin mun vinna áfram með lykilaðilum, svo sem stuðningsmannahópum, ríkisstjórninni, UEFA, enska knattspyrnusambandinu, ensku deildakeppninni, samtökum atvinnuknattspyrnumanna og samtökum knattspyrnustjóra til að vernda hagsmuni íþróttarinnar og höfða til félaganna sem í hlut eiga um að hætta  strax aðild að ofurdeildinni,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert