Mörkin: Fullkomin endurkoma

Sergio Agüero skoraði frábært mark fyrir Manchester City þegar liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Agüero var að snúa aftur í byrjunarlið City eftir tæplega mánaðar fjarverju vegna meiðsla en þetta var hans annað mark í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Leiknum lauk með 2:0-sigri City en Ferran Torres skoraði annað mark City með laglegu skoti utan teigs.

Leikur Crystal Palace og Manchester City var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is