Stórleiknum frestað um óákveðinn tíma

Frá mótmælunum við Old Trafford í dag.
Frá mótmælunum við Old Trafford í dag. AFP

Stórleik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur verið frestað um óákveðinn tíma en hann átti að hefjast núna klukkan 15.30.

Ástæðan fyrir frestuninni eru hávær mótmæli stuðningsmanna Man Utd þar sem sumir þeirra hafa brotist inn á Old Trafford.

Fyrr í dag, um klukkan 14, var greint frá því að um 200 stuðningsmenn hafi ruðst inn á völlinn og gerðist það aftur núna skömmu áður en leikurinn átti að hefjast.

Í tilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni sagði meðal annars:

„Eftir öryggisbrot á Old Trafford getum við staðfest að leikurinn fari ekki af stað klukkan 15.30. Öryggi allra á Old Trafford er í fyrirrúmi. Sem stendur er ekki búið ákveða nýjan leiktíma. Við munum færa fréttir af því þegar það er mögulegt.“

mbl.is